top of page

FLAT EARTH FILM FESTIVAL

Dags: 10.-14. febrúar 2019

Staðsetning: Bíósalurinn í Herðubreið

 

Daga 10. – 14. febrúar mun kvikmyndahátíðin “Flat Earth Film Festival” bjóða upp á úrval alþjóðlegra kvikmynda. Kvikmyndahátíðin er “systur-hátíð” List í ljósi og varð til út frá vikulegum kvikmyndaklúbbi sem var stofnaður og starfræktur á Seyðisfirði af Arndísi Ýr Hansdóttur og Austin Thomasson. Kvikmyndahátíðin fer fram í bíósal Herðubreiðar, félagsheimili Seyðisfjarðar sem var byggt árið 1958 og teiknað Guðjóni Samúelssyni arkitekt.

 

Markmið hátíðarinnar er að veita áhorfendum tækifæri til að enduruppgötva upplifunina við að fara í kvikmyndahús, njóta þess að horfa saman á kvikmyndir í myrkrinu og bjóða upp á einstaka upplifum í hvert sinn.  Á hverjum degi verður boðið upp á kvikmyndir og pallborðsumræður með áherslu á hið óvænta. 

 

Á hátíðinni verður fjölbreytt úrval kvikmynda úr hinum ýmsu áttum, allt frá tilraunakenndum kvikmyndum til teiknimynda, stuttmyndir sem og heimildarmyndir. Sýndar verða kvikmyndir frá heimamönnum, einnig frá Íslandi, Bandaríkjunum, Evrópu og Skandinavíu, frá stórum sem smáum framleiðslufyrirtækjum. 

 

Flat Earth kvikmyndahátíðin heitir því að bjóða áhorfendum sínum upp á ósvikna bíó upplifun. Fyrir hverja sýningu eru skiplagðir gjörningar og uppákomur sem veita áhorfendum aukna sviðsdýpt, þannig að skjárinn og leiklistarflutningur kvikna til lífs þér til skemmtunar.

 

Flat Earth kvikmyndahátíðin er ókeypis.

Fyrir frekari upplýsingar: http://www.flatearthcinema.club/

bottom of page