UM OKKUR
Ár hvert í Febrúar er List í ljósi haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða samfélags drifna og fjölskylduvæna listviðburði sem fara fram utandyra og er aðgangur ókeypis. Hátíðin umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra sem og erlendra listamanna. Fjölbreytni er í fyrirrúmi þar sem fyrirfinnast innsetningar, myndvörpun, gjörningar og upplifun á stórum skala.
List í Ljósi býður einnig uppá kvikmyndahátíð undir heitinu “Flat Earth Film Festival”, sem hefjast í vikunni fyrir hátíð.
Meðfram viðburða dagskrá List í Ljósi eru í gangi kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar og aðrar uppákomur
– allt ókeypis.
TEYMI
Celia Harrison
Listrænn stjórnandi
Celia starfar sem alþjóðlegur listrænn stjórnandi auk þess að vera menntuð sem rýmishönnuður og hefur sérhæft sig í innsetningum.
Hún er stofnandi alþjóðlegu listahátíðarinnar Art in the dark og meðstjórnandi framleiðslufyrirtækisins Celery Productions
Sesselja Jónasardóttir
FramleiðslustjórI
Sesselja er hönnuður, framleiðslustjóri og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja.
Sesselja er einn af skipuleggendum LungA, (Listahátíðar Ungs fólks á Austurlandi) og hefur tekið þátt í stjórnun á ýmsum viðburðum, m.a. á RFF (Reykjavik Fashion Festival).