top of page

HEIMA x LIST Í LJÓSI

HEIMA gestavinnustofa, Seyðisfjörður, Ísland 

 

Í ár sameina List í ljósi og HEIMA gestavinnustofa krafta sína annað árið í röð með norrænu verkefni samhliða hátíðinni. Verkefnið HEIMA x LIST Í LJÓSI leiðir saman tvo vaxandi þætti í norræni menningu á einum stað. Fimm listamönnum, tilnefndir af listrænu ráðgjafateymi, var boðið tveggja mánaða gestavinnustofudvöl í hinu einstaklega vel hönnuðu HEIMA rými, til að skapa staðbundið verk fyrir List í ljósi. 

 

Verkefnið hófst með því að setja saman listrænt ráðgjafateymi sem samanstendur af nokkrum af áhugaverðustu sýningarstjórum frá Norðurlöndunum; Grænlandi, Svíþjóð, Íslandi, Noregi og Danmörku. Þessir sýningarstjórar og framleiðendur eru í virkum tengslum við eigin listasenu og sitja í teyminu sem fulltrúar viðkomandi Norðurlands. Markmiðið er ekki einungis að búa til spennandi samtal milli landa heldur einnig að bjóða upp á listaverk í hæsta gæðaflokki fyrir bæði heimamenn og aðra gesti. 

Listrænt ráðgjafateymi: 

  • Marie Nipper - forstöðumaður Copenhagen Contemporary, Danmörku

  • Atle Nielsen – sýningarstjóri hjá Vestfold Kunstsenter, Noregi

  • Bronwyn Jean Bailey-Charteris – sýningarstjóri hjá Learning at Index, Svíþjóð

  • Auður Jörundsdóttir - framkvæmdarstjóri i8 Gallery, Ísland

  • Sofia Ringstad- sýningastjóri Disko Arts Festival, Grænland

 

Listamenn í gestavinnustofu HEIMA 2020

Una Maganúsdóttir - Ísland - www.unabjorg.com

Gethin Wyn Jones - Svíþjóð - www.gethinjones.com

Martin Andersen - Noregur- www.luftballett.com

Margrethe Kolstad Brekke - Noregur - www.mkbrekke.com

Nanna Mølbak Hansen - Danmörk

 

Þátttaka í gestavinnustofu veitir hverjum listamanni dýrmætan tíma og rúm til að skapa listaverk í hæsta gæðaflokki og tengjast íslenskri náttúru út frá sínu listræna samhengi. Húsnæði og stúdíó HEIMA hefur verið hannað með það að leiðarljósi að hvetja til samskipta milli íbúa og listamannsins, eftir þessa tvo mánuði sem listamennirnir hafa dvalið þar saman mun það einnig tengja þau og löndin saman. HEIMA (stofnað 2013) er sjálfstætt, þverfaglegt listasamfélag fyrir upprennandi og starfandi listamenn. Gestavinnustofan er staðsett á Seyðisfirði, 650 manna hafnarbæ sem inniheldur listaskóla, kvikmyndahús, leikhús, listavinnustofu Tækniminjasafnið og Skaftfell Myndlistarmiðstöð Austurlands.  HEIMA hefur síðustu ár hýst hundruð listamanna sem haldið hafa áfram samstarfi, sýnt á fjölþjóðlegum vettvangi og selt verk sín um allan heim. Listamenn hafa stofnað listrænt samstarf, vinnustofur og hátíðir eftir veru sína í HEIMA. 

 

Öll listaverkin frá verkefni HEIMA x LIST Í LJÓSI  verða sýnd sem hluti af List í ljósi 2020. 

ÞETTA VERKEFNI VAR MÖGULEGT MEÐ STUÐNINGI FRÁ

NK.png
HEIMAxLIL_edited.png

MADE POSSIBLE BY THE SUPPORT OF OUR PARTNERS

LIL_Festival 2025 Sponsors.png

 

© 2015 All rights reserved List í ljósi

Design by Celia Harrison

bottom of page