FLAT EARTH FILM FESTIVAL
Dagana 20.febrúar til 26.febrúar fer fram í fyrsta sinn kvikmyndahátíðin Flat Earth, en hátíðin er systurverkefni listahátíðarinnar List í Ljósi, sem fer fram dagana 25.-25.febrúar.
Kvikmyndarhátíðin hefur til sýnis yfir 40 stuttmyndir, vídjóverk, hreyfimyndir og heimildamyndir eftir innlenda og erlenda listamenn.
Hugmyndin að hátíðinni er sprottin út frá vikulegum bíóklúbbi sem Arndís Ýr Hansdóttir og Austin Thomasson hafa stjórnað í vetur á Seyðisfirði, en þau halda utan um kvikmyndahátíðina í ár.
Hátíðin verður haldin í bíósal Herðubreið, menningar- og félagsheimili Seyðfirðinga, og verður opin öllum, endurgjaldslaust og á meðan húsrúm leyfir.
Tilgangur hátíðarinnar er að vekja upp kvikmyndahússtemmingu fyrri tíma, deila stuttmyndum með samfélaginu og bjóða upp á einstaka bíóupplifun fyrir áhorfendur.
Boðið verður upp á tveggja tíma dagskrá daglega frá 20.-26.febrúar þar sem mismunandi vídjóverk, listamannaspjöll og óvæntar uppákomur verða á dagskrá hátíðarinnar.
Á kvikmyndahátíðinni verða til sýnis allt frá örstuttum myndum til heimildamynda í fullri lengd og verða efnistök fjölbreytt. Hver og ein mynd er sérvalin af sýningarstjórum hátíðarinnar og verða myndirnar frumsýndar á hátíðinni.
Hátíðin sýnir verk eftir lista- og kvikmyndafólki frá Seyðisfirði, Íslandi, Bandaríkjunum, Evrópu og Skandinavíu.
Flat Earth lofar að bjóða áhorfendum sínum uppá einstaka upplifun og má segja að hátíðin sé einhverskonar bíó gjörningur og búast má við allskyns óvæntum uppákomum meðan á hátíðinni stendur.
Arndís og Austin leggja upp í ferðalag aftur í tímann og ættu bíógestum að líða eins og þeir hafi ferðast aftur í tímann og séu komnir aftur á gullöld bíóhúsanna.
Á dagskrá Flat Eart verða verk eftir Kim Richard Adler Mejdahl (DK ), Kamillu Gylfadóttur (ISK), Jake Fried (US), Laura Tack (BE), Lars Leonhardt (DK), Fabian Wigren (SE) og Isabele McGuire (US) svo eitthvað sé nefnt.
Hátíðin er opin öllum endurgjaldslaust og fá bíógestir að sjálfsögðu poppkorn!

Brogan Drissell

Christopher Meerdo

Brogan Drissell

Meg Noe

Danielle Wakin An unexpected or casual meeting with someone or something

Jake Fried

Guðmundur Garðarsson

Montse Cruz

Laura Tack All Blossoms Fell In Potentially Lonely Gardens

Thomas Brown

Kamilla Gylfadóttir

Kim Richard Adler Mejdahl

Fabian Wigren

Things I Saw in Spain, England, Denmark and France Lara Parker

Lara Parker I'll Move To Berlin After I Take My Shower

Kimmo Virtanen

Philippe Clause

Jón Hammer

Isabelle McGuire

Lucy Augustine

Tinne Zenner

Søren Thilo Funder

Malte Starck

Zachary Hutchinson

Zachary Hutchinson


"Perishable"

Caitlin Hespe

Edurne Urrestarazu

Cara Levine

Evan Fellers

Evan Fellers and Elva Fellers

Lars Leonhardt

Laura Tack

Mabel-Nash Greenberg

Amanda Brannin

Dan Black

Þórir Höskuldsson

Jonas Georg Christensen Between Object, Scene, and Institutional Space