top of page
Johan F Karlsson

Skaftfell Myndlistarmiðstöð,

11. februar – 12. Mars 2022

Johan F Karlsson

Leið í Gegnum Sólarstein

Sýningin Leið í Gegnum Sólarstein byggist á listrænum rannsóknum á eiginleikum, sögu og notkun íslensks silfurbergs, sem er kristall og vel þekktur fyrir framlag sitt innan ljósfræðinnar og í tengslum við tilgátur um notkun hans sem siglingartæki. Listaverkin eru innblásin af ljósinu sem er einkennandi fyrir kristallinn og tvíbrots-eiginleika hans sem skapar tvöfalda mynd, skuggamynd.


Johan F Karlsson (f. 1984, SE) býr og starfar í Malmö, Svíþjóð. Hann hlaut BA gráðu í menningu og listum frá Novia University of Applied Sciences í Pietarsaari, Finnlandi, og MA gráðu í ljósmyndun frá Aalto University í Helsinki, Finnlandi. Johan hefur sýnt víða og tekið bæði þátt í samsýningum og einkasýningum í Svíþjóð, Finnlandi og Sviss, t.d. Gallery CC í Malmö, Gallery Huuto í Helsinki, the Photographic Center Peri í Turku, the Northern Photographic Center í Oulu og Erfrischungsraum í Lucerne. Johan dvelur í gestavinnustofu Skaftfells í janúar og febrúar 2022 og fékk til þess styrk frá Norrænu menningargáttinni.
 

www.johanfkarl.com

www.skaftfell.is

Presented by Skaftfell & Nordic Culture Point

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Kateřina Blahutová 

Lifandi Votlendi

Gestir hátíðarinnar mæta deyjandi vistkerfi. Til þess að draga athygli að vandamálinu við framræslu votlendis - sem er orsakavaldur allt að ⅔ af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Við verðum að sinna votlendi landsins. Gestum er boðið að færa vatn aftur til votlendisins til þess að hjálpast að í sameiningu við að halda þeim á lífi. 

Lifandi Votlendi er gagnvirk, uppblásanleg, hópfjáröflunar innsetning sem að vill stuðla að vitundavakningu varðandi mikilvægi endurheimtar votlendisins. Allur ágóði rennur til Votlendissjóðs, sem vinnur hörðum höndum að því að fyrirbyggja og koma í veg fyrir kolefnislosun út í andrúmsloftið, endurheimtar votlendis og stuðla að líffræðilegri fjölbreytni í vistkerfum Íslands. 

Það má virkja innsetninguna með krónum. 

Kateřina Blahutová er þverfaglegur hönnuður og útskrifaðist úr arkitektúr deild CTU í Prag. Hún hefur einnig stundað nám í margmiðlun og sviðshönnun við IUAV í Feneyjum. Helstu miðlarnir sem hún starfar með eru ljós og rými, bæði í raunverulegum og stafrænum skilningi. Hún kannar samspil náttúru við þær aukaverkanir sem að mannkynstofnin hefur framleitt með tilveru sinni. Sjáfbærni er ávallt leiðandi stef í verkefnum hennar, hvort sem það er í byggingarlist, innanhúshönnun, ljósa- og vörpunar hönnun eða myndbandsgerð. Stuttu eftir að hún flutti til Reykjavíkur þá varð hún meðlimur RASK kollektífsins.  Hún hefur meðal annars sýnt í Aþenu á Athens Digital hátíðinni, Signal hátíðinni, Vetrarhátíð, Listahátíð og Balloon safninu í Róm.

 

Stuðningur: Signal Festival
Framleiðsla: PrusaLab
Tónlist: Enchanted Lands
Hönnun: Julia Parchimowicz

www.katerinablahutova.com
www.signalfestival.com

Katerina Blahutova

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Tækniminjasafn Austurlands Verði ljós

Tækniminjasafn Austurlands tekur nú í fyrsta sinn þátt í List í ljósi. Safnið hefur í gegnum tíðina verið vettvangur listsköpunar og fræðslu, m.a. í samstarfi við Skaftfell, Lungaskólann og Listaháskóla Íslands.

Það hefur í starfi sínu sagt hluta af sögu Íslands út frá tæknivæðingu landsins frá um 1880 til um 1950, þar sem fjallað hefur m.a. verið um þróun í vélsmíði, rafmagni og fjarskiptum og hvernig það tengdist breytingum á daglegu lífi á Seyðisfirði og víðar.

Sérstaða safnsins hefur verið áhersla þess á að miðla óáþreifanlegum menningararfi og verkþekkingu í gegnum beina þátttöku safngesta á smiðjum, námskeiðum, í safnfræðslu og við almenna safnaheimsókn. 

Þetta verk fjallar um hvernig nýtanlegt rafmagn verður til í sinni einföldustu mynd. 

Orkan í vatninu er beisluð með túrbínu sem knýr rafal sem breytir henni í rafstraum sem tendrar ljós.

Tækniminjasafn
Heidi Zenisek & Nicole J Shaver

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Heidi Zenisek and Nicole J Shaver Tignileg samkoma

Komið nær, týndu mölflugur myrkursins, 
að ljómandi súlu sem mun lýsa upp óhugnanlega tómið innra með ykkur.
Öðlist ró sem mun auðga órólegu sálir ykkar,
finnið lausn úr þessari ótæmandi orkulind,
og endurlífgið anda ykkar. 
Aðeins þá, getið þið verið ykkar eigin leiðarljós úr rökkrinu.

Heidi Zenisek og Nicole J Shaver eru listamenn sem að hafa það að markmiði að kanna sjálfsmyndir staða, með því að eiga í samtali við bæði efnisleg verðmæti jafnt sem samansafni lífsreynsla sem að tengjast þessum stöðum sem þær skoða. Þær finna helga staði sem að hafa orðið samofnir við hversdagsleika samfélaga og nota skapandi ferli sitt til þess að upphefja rými sem í fyrstu virðast óathyglisverð. Tvíeykið vinnur gegn meginstraums hugmyndum og staðhæfingum um náttúruna og gerir atlögu að því að endurgoðsögugera menningarminni staða með reynslum heimamanna. Þær skapa sjónræn umhverfi sem blanda saman raunveruleikanum við ályktanir sínar. Allt á þetta sér stað innan hugmyndafræðilegs ramma sem vill sýna samkennd með stöðugum umbreytingum samtímans.

 

heidizenisek.com

nicolejshaver.com
 

Ioana Mona Popovici

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

oceanfloor.group A-L-E-R-T.de.crevettes(1964)+cinematic/clicks.z.slugmeat//011

oceanfloor.group saman stendur af hópi einstaklinga sem helga sig að því að viðhalda og vera ekki sama um listræn tengsl milli hvers sem er og hverra sem er, hvar sem er; samsetningar+þjónusta meðal fólks, hluta og mynda -- gjörninga -- útvarps og hljóða.

oceanfloor.group

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Ioana Mona Popovici 

Diskóhorn

Það er óþarfi að sýna skilríki við innganginn, það þarf ekki einu sinni að sýna hvað er í töskum eða  vösum. Þú getur slegist í hópinn eða haldið þig fyrir sjálfan þig. Eins og þú kýst, þegar þú kýst það. Þú býrð til reglurnar og þú getur breytt þeim líka.
Alveg sama hvort sem þú ert sjálfsöruggur eða ekki, latur eða of klár, grænmetisæta eða trúleysingi - þetta er staður þar sem allir eru velkomnir, hvenær sem er.

Ioana er gjörningalistamaður og danshöfundur sem kemur frá Rúmeníu, þar sem hún sótti danshöfundanám við Listaháskóla í Búkarest. Frá því árið 2000 hefur hún verið búsett og starfað á alþjóðlegum grundvelli. Hún hefur sýnt verk sín hvaðanæva, í Evrópu, Bandaríkjunum, Suður Ameríku, Suður Kóreu, Ísrael og Brasilíu.
Sem gjörningalistamaður hefur hún átt í samstarfi við fjölmarga danshöfunda og leikstjóra, til að mynda hefur hún starfað með Charles Linehan, Karine Ponties, Viliam Docolomansky, Vava Stefanescu, Simon Vincenzi, Luis Geurra og Petr Tyc.
Hún hlaut titillinn “Danshöfundur sem vert er að hafa auga með” af þýska blaðinu German Tanz magazine fyrir þónokkur verk sín. Hún vann einnig Sazka verðlaunin, 2008, fyrir gjörninginn sinn, Portrait, sem hún sýndi í Prag.

Ljósmyndari: Paulina Aranda Mena
Tæknimaður: Þorgeir Sigurðsson


ioanamonapopovici.com
 

oceanfloor.group
Solveig stjarna Thoroddsen

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Arna Beth and Gunnar Jónsson Collider S.W.I.M.

“S.W.I.M.” er skammstöfun sem á uppruna sinn á internetinu og stendur fyrir “Someone who isn’t me” („Einhver sem er ekki ég“) en er notað af fólki sem vill vísa í sjálft sig án sakfellingar. Á svipaðan hátt kannar ný plata eftir íslenska tónlistarmanninn Gunnar Jónsson Collider, með myndefni eftir stafræna listamanninn Örnu Beth, hin óljósu mörk milli sjálfs og annarra, forms og formleysis, forgrunns og bakgrunns.

Frá skynvillu-elektróník yfir í tilraunapopp yfir í sveimtónlist, Gunnar Jónsson Collider (sólóverkefni Gunnars Jónssonar tónlistarmanns) hefur gefið út fjölbreytta tónlist hjá íslenskum og erlendum útgáfum síðan snemma á öðrum áratug þessarar aldar og hlotið lof fyrir í tímaritum á borð við The Guardian, Louder than War og Igloo magazine. Til viðbótar við sólóverkefnið hefur Gunnar komið fram á tónleikum og í hljóðveri með listamönnum á borð við Ben Frost, Ómar Guðjónsson, Ane Brun og Damo Suzuki (úr CAN). S.W.I.M. er væntanleg útgáfa Gunnars og önnur breiðskífan sem kemur út undir nafninu Gunnar Jónsson Collider. 

 

Arna Beth er margmiðlunarlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Undanfarin ár hafa vídeólistaverk Örnu verið sýnd á ýmsum vettvöngum, m.a. Listahátíð í Reykjavík, tónlistarhátíð Sónar Reykjavík og samsýningu The Blue Collective í Brussels. Ásamt því má sjá þrívíddar listaverk Örnu á prenti í formi plakata fyrir hina ýmist viðburði og plötuumslög. 
Undanfarið hefur hún gert tilraunir í gerð ofur-raunsærra heima innan sýndarveruleika líkt og má sjá í tónlistarmyndböndum hennar Ósýnileg fyrir Kæluna Miklu og S.W.I.M fyrir Gunnar Jónsson Collider. 

Arna Beth & Gunnar Jónsson Collider

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Solveig stjarna Thoroddsen Bjarna-Dísa

Verkið er tileinkað Þórdísi, ungri vinnukonu, sem lést á vofveiflegan hátt í Stafdal árið 1797.  Út frá þeim sorglega atburði urðu til þjóðsögur af grimmdarverkum afturgöngunnar Bjarna-Dísu.  Í verkinu sé ég Dísu sem lífsglaða stúlku sem mætir hræðilegum örlögum og berst fyrir lífi sínu. Þrátt fyrir það eru henni allar bjargir bannaðar. Leiðin er lokuð.

Bý í Reykjavík og starfa mest á Íslandi. Lauk námi frá Listháskóla Ísland 2010, B.A. og 2015 master og hef verið virkur myndlistarmaður allar götur síðan. Ég vinn í þá miðla sem mér finnst henta verkefninu hverju sinni; Gjörningar, video innsetningar, skúlptúrar, prent, ljósmyndir og málun. Helstu viðfangsefni eru manneskjan vs náttúra, manneskjan í samfélagi og ekki síst með femíniskar skírskotanir. Síðasta einkasýning mín fjallaði um kvenverur í íslensku þjóðsögunum. Verkefnið um Bjarna-Dísu var því eðlilegt framhald og viðbót við þær pælingar.

Fjola

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Fjóla Fyrir Sylvíu

Þetta er fyrir Sylvíu.Órói fyrir rúm sem hún fékk aldrei að sofa í.

Fjóla er fædd og uppalin á Seyðisfirði.
Hún hefur verið að fikta við margskonar media. Hún hefur verið að mála, skrifa ljóð og gera stick and poke tattoo.
Hún hefur tekið þátt í LungA skólanum tvisvar og þar byrjaði hún að vinna með ljós, liti og tilfiningarnar sem fylgja því. 

 

Apolline Fjara & Hallur

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Apolline Fjara and Hallur Reiðhjólaferð

Virktu þína eigin ljósasýningu með því að hjóla. Sestu og hjólaðu! 

 

Við viljum leika okkur að ljósmyndun, teiknmyndagerð og ljósi. Hallur kemur frá Færeyjum, hann skrifar, málar, teiknar og leikur sér með vörpun. Apolline kemur frá Frakklandi, tekur ljósmyndir og gerir prentverk, en einnig vinnur hún að hljóði.

 

Ljósmynd Jessica Auer - List í ljósi 2021

Grace Stevenson

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Grace Stevenson / Rebel Yell Wonder

Þið eltið upp hljóð af forvitni í myrkrinu, þar sem þið rekjið þrep ljómandi álfa. Þessar verur róa andan og leiða ykkur örugg niður stíg hins óþekkta. Forvitnilegur vettvangur þar sem dularfullir vættir, töfrar og goðsagnir mætast, gakktu þeim til liðs til þess að komast að leyndardómum ljósanna og hljóðrænu gleðinnar. Þau bíða ykkar.

 

Grace Stevenson, einnig þekkt sem Rebell Yell, kemur frá iðnaðarlegum heimi raftónlistar. Grace notar átakanleg hljóð og eftirtektarverðar hljóðáferðir í verkum sínum, aftur á móti kannar hún núna mýkri hlið af hljóðheimi sínum. Grace hefur rutt sér veg, allt frá Ástralíu til Seyðisfjarðar, í skapandi ferli sínu í leit að ramma og ákveðinni seiglu. Þar vinnur  hún með ólíka miðla til þess að finna upp á nýjum nálgunum og ævintýrum hljóðheima sem hafa verið henni framandi. Verkum hennar hafa verið lýst sem tónlist fyrir fólk með ofhugsanir og innihalda þau reglulega undirliggjandi þemu og tilfinningar. Grace er í ferli þar sem hún er að fjarlægja sig frá því að eingöngu mynda hörð hljóð og vinnur nú með tilraunakenndari hljóð og aðferðir í nálgun sinni á raftónlist um þessar stundir.
 

Rasmus Stride

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Rasmus Stride Ofþreyta

Verkið speglast í minni eigin reynslu, hugarástandi og líkamlegri heilsu í lokaspili heimsfaraldursins. Verkið sýnir viðkvæmt ástand einstaklingsins sem lífvera. Lífvera sem að er í stöðugum átökum við stöðnun og geðrænni afturför.

 

Rasmus Stride  er margmiðla listamaður sem starfar og býr í Osló, Noregi. Rasmus vinnur á mótum hins raunverulega og stafræna. Hann vinnur með margmiðlunartækni eins og þrívíddarskönnun og sýndarveruleika til þess að skapa verk sem eiga heima á mótum raunveruleikans og ímyndunarafls.

https://www.instagram.com/intuition_lab/

Thomas Stankiewicz & Vikram Pradhan

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Thomas Stankiewicz & Vikram Pradhan

((...AFTUR Í GARÐINN...))

Thomas Stankiewicz og Vikram Pradhan leiða saman hesta sína á List í Ljósi í ár með innsetningu sem blandar saman hljóðheim Thomasar við sjónræn verk Vikrams. Innsetningin mun umturna bíósalnum í Herðubreið, Orkustöð Orkusölunnar. Þrátt fyrir að listamennirnir komi frá mismunandi bakgrunnum þá skarast listrænir ferlar þeirra með næmu tímaskyni og einlægri heimssýn þeirra. Thomas mun bræða saman eldri hljóðklippur við nýtt efni sem mun eiga í samspili með stílbragði Vikrams . Í því látlausa en hugulsama samtali munu gestir innsetningarinnar vonandi finna fyrir kaþarsískum áhrifum hennar.

 

Innsetningin vonast eftir því að vera hlýr faðmur fyrir áhorfendur. Nokkurskonar hugleiðsla þar sem við förum í ferðalag inn á við. Ferðalag sem er virkt af mismunandi hljóðum og formum sem eiga sér stað á milli mismunandi staða. Innsetningin mun vera síbreytileg og hafa tekið á sig allskyns búninga yfir Vetrarhátíð Reykjavíkur og umbreytast í síðasta sinn á List í Ljósi. Verkið er eiður til vetrarins og því margbreytilega andrúmslofti sem fylgir honum, þegar dagarnir eru sem stystir og er þeir fara að lengjast.

https://www.nts.live/shows/tommasi

vikrampradhan_

Carla Zimbler

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Carla Zimbler Amma

Vikum saman eftir andlát ömmu minnar, sat hún við rúmstokkinn minn á næturnar og umvafði mig alla með ljósi. Þegar fór að líða á stundir þá leystist hún upp, hún myndi svífa upp að loftinu og springa í þúsund ljóseindir fyrir ofan mig í svefnherberginu. Ég sannfærði mig um að ef ég einbeitti mér nógu vel að henni, því skýrari myndi hún birtast mér. Nærrum því eins og að ég gæti mótað útlínur hennar með augunum mínum og þannig hleypa af sírópskenndu ilmvatnslyktinni hennar um allt herbergið ásamt ilmi af fullkomlega ofnbökuðum kartöflum sem fylgdi henni alltaf. Ég myndi reyna eins og ég gat að hrista af mér þreytuna til þess að missa ekki af ömmu birtast, en á endanum myndi ég játa mig sigraða vegna þreytu og sofna. Þá myndu ljóseindirnar hverfa hægt úr augsýn. En svo voru það draumarnir sem fylgdu, augnlokin mín myndu fyllast af fosfórsljómun, í sjóndeildarhringi augnhára minna dansaði hún í ljómanum sem stóð eftir. Ég skil núna verndarvæng móðurveldisins og móðurlega tengingu sem guðdómleika. Ljós er móðir, ljós er lífsberi og ljósið er heilagt. Er ég geng dimmar götur og gæi inn í kertaljósa fyllt heimili, þar sem er að finna ró, frið og öryggi. Þá man ég eftir hlýleika ljóma ömmu.

 

Carla Zimbler er vörpunarlistamaður sem að beygir ljós í rauntíma innandyra sem og utandyra. Hún nýtir sér byggingarlist og séreinkenni bygginga í skapandi ferli sínu og úr verða gjörningalegar reynslur þar sem hún skapar framandi áferðir og ókunnug form. Carla skapar þannig staðbundnar innsetningar sem bjóða áhorfendum upp á fjölmörg sjónarhorn á sama tíma sem brjóta upp hefðbundnar leiðir til þess að meðtaka kunnugleika hversdagsleikans. Verkið verður kveikjan að þrá eftir að tilheyra yfirnáttúrulegri stöðum en við þekkjum. Carla býður áhorfendum að grandskoða abstrakt fyrirbæri og íhuga flókin orsakasamhengi sem að allir hlutir eru flæktir í, hvoru tveggja á persónulegum sem og stjarnfræðilegum grundvelli. Í fjörugri samsetningu verka sinna þá birtast og leysast upp alvarlegri hugsanir sem leitast eftir því að skilja betur og mögulega skilgreina hugtök á borð við nærveru, samkennd, þrá eftir fyrri tímum og tilfinningalegu frelsi. Carla hefur starfað víða til dæmis Óperuhúsi Sidney, Listsafni Ástralíu, Tónlistarhátíð Melbourne, LungA listahátíð og Dour hátíðinni í Belgíu. Verk hennar hafa verið studd af Apple, Mixcloud, Boiler Room og enn fremur sýnd á Distortion Ø, Arts House, Vivid Sydney of ACMI. Hún hefur hlotið styrki frá The Substation, Chambermade, The Unconformity and Pheonix Central Park. Hún starfar þvert á heimsálfur og er sem stendur búsett í Reykjavík þar sem hún hefur sótt listamannadvöl hjá SÍM í samstarfi við Áströlsku miðstöðina fyrir vörpunarlist.

www.carlazimbler.net

Heinz Kasper

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Heinz Kasper Untitled

Heinz Kasper málar með ljósi, ljósateiknari, og ljósahönnuður. Að hans mati eru litir ljós og ljós er form. Form sem þróast í samspili með skuggum, sem öðlast útlínur sínar frá ljósinu. Ljósið dregur svo fram ákveðnar línur, sem að umbreyta ljósinu sjálfu þegar að dagur rennur í kvöldi. Hann hefur rannsakað ýmis blæbrigði ljóss í innsetningum sínum á ferðalögum sínum um Evrópu, Afríku, Indland og Japan. 

heinzkasper.com

Carla Zimbler

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Carla Zimbler Scatter

Sjónblekkingar, himintungl og síbreytilegir hnettir sem skapa framandi andrúmsloft. Verkið inniheldur aukasólir, geislabauga og fleiri ljómandi sjónvillur sem mun umturna sýningarstaðnum í hið háleita. SCATTER er verk sem býður áhorfendum að hugleiða ljósið, loftið og vatnið. Öllum þeim fyrirbærum sem sífellt næra lífið allt um kring, þessi fyrirbæri sem eru í raun ósýnileg dásemdar öfl.

Seyðisfjarðarskóli

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Seyðisfjarðarskóli Dark Over

Listaverkið hefur tvo sérstaka hluta, einn á efri gluggum og annar á neðri og táknar í heild sinni umskiptin frá myrkri til ljóss (vinstri til hægri).
Á efri gluggunum er óhlutbundin túlkun á litabreytingum himinsins og meðfylgjandi tilfinningabreytingu, en á neðri gluggunum er þemað þýtt í gegnum heim Minecraft. Vinstra megin, Nether, tímalaus hættuleg vídd sem inniheldur eld, hraun, fjandsamlegar skepnur, og hefur engan dagsbirtulotu; til hægri, The Overworld, óendanlega og ótrúlega flókið umhverfi svipað á mörgum sviðum og raunheimur okkar; og að lokum, á milli, gátt til að komast í gegnum vídd til annarrar sem er samsett úr rétthyrndum hrafntinnuramma.

Búin til af 5-6-7 bekk Seyðisfjarðarskóla í myndlistartíma hjá Lilaï Licata.

18_Work.jpg

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Björgunarsveitin í öðru ljósi

Við skulum hrista upp í hlutunum, snúum öllu á hvolf, finnum annarskonar nálgun.
Flettum síðunni.
Drögum ókunnuga hluti upp á yfirborðið, í ljósið.

Abigail Portner

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Abigail Portner

Afi minn var bakari

Afi minn var eigandi bakarís mest allt líf sitt. Ég er með sterkar minningar

af hlýleika handbragðs hans. Verkið mitt notar hugmyndir um það að eiga svona iðn eða handverk sem lífsviðurværi sitt, að búa til hluti með höndum frá grunn hráefnum eins og 

deigi eða sætindum sem ég bræði svo við vörpunina, teiknimyndir og lýsingu.

 

Abigail Portner er framleiðsluhönnuður, teiknimyndagerðarmaður og kvikmyndagerðarmaður sem býr í Savannah, Georgíu í Bandaríkjunum. Hún er hvað mest þekkt fyrir samstarf sitt við hljómsveitina Animal Collective fyrir sviðshönnun sína sem er töfrum líkast.  Abby útskrifaðist frá Parsons hönnunarskólanum í New York. Ást hennar á leikhúsi, tónlist og barnaefni leiddu hana til þess að skapa stórbrotnar höggmyndir og sviðshannanir. Flest verk Abby eru sambræðingur af vörpun, byggingarlistar stílbragða og mikilli litagleði.

www.abigailportner.com

Apolline Fjara

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

Apolline Fjara Noctilydra

Pyrocistis lunula og pyrocystis fusiformis, smágerð tegund þörunga sem að hafa þessu löngu nöfn. Þá má finna í sjónum og þegar að það er sem myrkast má sjá þá ljóma í rökkri næturinnar.

Þetta verk er stykt af CCAC Essen

Flat Earth Film Festival

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00 að ferð

Flat Earth Film Festival

FEFF rútan verður á ferðinni meðan á göngunni stendur, veifaðu þeim til að fá far, hlýjaðu þér og upplifa töfra bíó-bílsins!

Flat Earth Film Festival sýnir video verk alls staðar að úr heiminum. Art house, heimildarmynd, hreyfimyndir, hryllingsmyndir, tónlistarmyndbönd, óklippt símaskot o.s.frv. Kvikmyndir stórar og smáar eru sýndar með jöfnum hætti. Kvikmvyndahátíðin verður haldin í fimmta sinn í Herðubíó austur á Seyðisfirði dagana 2.-7.Maí 2022.

Siri Viola, Josefine Ehs & Olivia K. Vidovic
RARIK

February 11-12, 2022

18:00-22:00

Siri Viola, Josefine Ehs & Olivia K. Vidovic 

Nemendur blásnir af vindi og gleyptir í sjóinn

Gömul saga segir okkur frá vindi fjallanna og öldum fjarðarins. Það er erfitt að endursegja þá sögu, en auðvelt að sjá hana. Ef þú stendur með bakið að vatninu á meðan þú snýrð að vindinum geturðu heyrt hvísl. Það eru raddir veranna sem gátu ekki hamið myrkrið. Í gegnum sagnfræðinna munum við hvernig við höldum jafnvægi og myrkri sjávar í skefjum. Hin dularfulla jarðneskra vera, hún virkar aðeins í myrkri en er knúið áfram af ljósi. Andaðu að þér ljósi, án þess að kasta frá þér öllu myrkrinu svo að jarðneska veran rísi ekki upp og verði að léttum vindi.

febrúar 11.-12., 2022

18:00-22:00

RARIK Úr lofti í jörð

Í ár 2022 er RARIK í fimmta skipti einn af bakhjörlum hátíðarinnar List í ljósi, en fyrirtækið hefur verið stuðnings- og samstarfsaðili hátíðarinnar frá upphafi. Á sama tíma fögnum við öðrum mikilvægum tímamótum því nú eru 75 ár síðan fyrirtækið tók til starfa. Af því tilefni deilum við með hátíðagestum stuttu verki sem veitir áhorfandanum sýn inn í strengvæðingu dreifikerfis RARIK sem hefur verið eitt af okkar allra stærstu verkefnum frá 1992.  Búið er að færa um 72% prósent alls dreifikerfis RARIK úr loftlínum í jarðstrengi en það hefur aukið rekstraröryggi kerfisins til muna og dregið úr óæskilegum sjónrænum áhrifum. Stefnt er að því að ljúka þessu verkefni árið 2035.

 

Á þeim 75 árum sem fyrirtækið hefur starfað hafa orðið stórstígar framfarir á öllum sviðum þjóðlífsins. Núverandi lífskjör landsmanna grundvallast meðal annars á því mikla starfi sem unnið hefur verið á vegum RARIK og fleiri aðila við rafvæðingu landsins með byggingu virkjana og innviða sem í dag framleiða, flytja og dreifa raforku til almennings, atvinnulífs og stofnana í landinu.

 

Unnið fyrir RARIK af Sahara

www.rarik.is

bottom of page